Ég er búin að heyra það nokkrum sinnum að ég ætti að skrifa frá mér kvíða og þunglyndið. Einnig þarf ég að skjalfesta verkjaköstin mín svo það sé hægt að fylgjast með þeim og svo framvegis.
En málið er að ég er ekki þessi týpa sem nennir að vera skrifandi allar hugsanir og áhyggjur þannig mig vantaði dagbók sem myndi leiða mig áfram í þeim skrifum sem ég myndi gera.
Svo rakst ég á The 5 second journal sem er frábær því hún leiðir mann algjörlega áfram! Hún spyr spurninga um líðan og markmið hvers dags fyrir sig ásamt því að veita innblástur og pepp.
með hverju því sem ég geri þá vikuna.
Þessa dagbók getur maður föndrað útlit hennar sem er ótrúlega skemmtilegt.
Ég mæli með því að þið kíkjið á þessar dagbækur ef þið eruð í sömu hugleiðingum og ég var. Það er alveg rétt það sem fólk var að segja mér varðandi það að skrifa tilfiningar niður, það að skrifa í dagbækur eru eitt af mínum tólum sem ég nota í baráttunni við þunglyndið mitt og kvíðann.
Þið finnið The 5 second journal inn á HÉR
Dagbókina finnið þið á HÉR
Ég vona að þessi færsla aðstoði ykkur í leitinni að hinni fullkomnu dagbók.
*Þessi færsla er á engan hátt kostuð