Ég elska að geta borið fram máltíð sem er næringarrík og bragðast vel, en ég er alls ekki góð í að elda mat…það vantar hreinlega eitthvað í mig varðandi matreiðslu.
Ég rakst á heimasíðuna Einn, tveir og elda og varð heilluð!
Þarna get ég valið mér matarpakka með fersku hráefni tilbúið til eldunar.
Með matarpökkunum færðu hráefnið í réttu magni eftir því hvort þú velur fyrir tvo eða fjóra. Máltíðirnar eru mjög fjölbreyttar en verulega einfaldar.
Hver máltíð tekur 25-30 mínútur að undirbúa og elda.
Þú getur valið matarpakka sem hentar þér og þinni fjölskyldu, hvort sem það er vegan pakki, lágkolvetna pakki eða klassíski pakkinn.
Við Andrés völdum okkur í samstarfi við Einn, tveir og elda klassíska pakkann og elduðum okkur Cajun kjúklingalundir með kartöflum og Cajun dip sósu. Máltíðin var gegggjuð ! Það tók okkur 25 mínútur að undirbúa mátlíðina og elda hana. Með hráefninu kemur uppskriftin ásamt góðri lýsingu hvernig skal elda máltíðina.
Við erum svo verulega hugmyndasnauð varðandi mat þannig Einn, tveir og elda hentar okkur svakalega vel.
Við eigum eftir að nýta okkur áfram þessa frábæru þjónustu og við mælum virkilega mikið með Einn,tveir og elda.