Uppáhalds farðinn og hyljarinn er fundinn

Ég er búin að finna minn uppáhalds farða og hyljara. Leitin er búin að vera verulega löng og erfið. Er búin að prófa ótal marga farða en loksins er ég búin að finna þann eina rétta.

Húðin mín er neflilega svo erfið. Ég er með blandaða húð sem þýðir að ég er með þurra húð á nokkrum svæðum þá aðallega á kinnunum, en svo er ég með olíukennt T-svæði. Þannig það hefur ekki verið auðvelt að finna farða sem raunverulega hentar bæði fyrir þurra og olíukennda húð.

37e25f7127-700x485-o

TEINT IDOLE ULTRA WEAR 24H frá LANCOME er farði með góða þekju sem gefur fallegann náttúrulegan ljóma og er gott fyrir þurra og líflausa húð. Ég elska hvað hann er léttur en samt er þekjan mjög góð.

Svo er það uppáhalds hyljarinn minn og hann er líka frá Lancome. Hann heitir EFFACERNES LONG LASTING CONCEALER og þekur mjög vel en er samt sem áður mjög léttur einsog farðinn. Ég elska hvað það er auðvelt að blanda honum út.

Farðinn og hyljarinn fæst í Hagkaup og Lyfju og er á mjög fínu verði. Ég mæli mjög mikið með þessum vörum.

d152t94xruw4qtm3p5ry

                                                                                          *Vörurnar voru fengnar að gjöf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s