Mig langar til að vera reglulega með innlit inn á falleg heimili hérna á blogginu. Ég elska að skoða myndir af fallegum heimilum, ég fæ svo mikinn innblástur við það.
Í dag er innlitið til yndislegrar fjölskyldu í Grafarvoginum. Kristbjörg Sigurjónsdóttir og Elvar Már Pálsson ásamt prinsessunni þeirra henni Hrafnhildi Elvu Elvarsdóttur hafa komið sér einstaklega vel fyrir í þessari fallegu íbúð.
Kristbjörg er ljósmyndari og er að mínu mati sá færasti! Ég hef farið með stelpurnar mínar oftar en einu sinni til hennar og myndirnar eru svo tímalausar og fallegar.
Ég mæli með því að þið fylgið Kristbjörgu á Facebook síðunni hennar. Þið getið smellt HÉR til að fara beint inn á Facebook síðuna hennar.
Ég vona að þú sért að eiga yndislegan sunnudag.