Sunnudagar eru dásamlegir til að njóta heimavið með góðan kaffibolla, eða til að baka gómsæta köku. Sunnudagar eru tilvaldir til alls.
Þessi sunnudagur fer í tiltekt hérna heima við hjá okkur en það er líka gott plan að byrja nýja viku með heimilið hreint og fínt.
Hver elskar ekki að liggja upp í rúmi og njóta þess að kúra og hafa það gott….
Ég vona að þið séuð að eiga yndislegan sunnudag elskurnar…
Hérna megin sit ég og íhugi hvernig eða hvort ég ætti að þiggja að það verði sett af stað söfnun fyrir meðferð fyrir mig sem munu kannski bæta lífsgæðin mín. Meðferðin er í Bandaríkjunum og kosta milljón sem ég hef ekki tök á að safna. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu en ég er eiginlega komin á þá skoðun að þiggja þessa hjálp.
Hvað finnst ykkur?